Allir starfsmenn skóla – og frístundastarfs fóru í Covid-19 skimun -„Vonandi erum við að byrja að ná utan um þetta“

Allir starfsmenn skóla- og frístundastarfs Akraneskaupstaðar fóru í Covid-19 skimun í dag, laugardaginn 6. nóvember. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við RÚV að tekin verði ákvörðun um opnun skóla þegar niðurstöður liggja fyrir um stöðu smita hjá starfsfólki skóla – og frístundastarfs.

Alls eru 102 einstaklingar með Covid-19 smit á Akranesi en 9 smit voru greind í gær og á fimmta hundrað eru í sóttkví.

Sævar segir ennfremur að jávæðu fréttirnar séu að fjölgunin er ekki jafn mikil og undanfarna daga.

„Vonandi erum við að byrja að ná utan um þetta,“ segir Sævar Freyr en Akraneskaupstaður fór í samstarf við HVE á Akranesi um skimun starfsmanna leik- grunn – og tónlistarskóla auk starfsmanna frístundastarfs. Niðurstöður úr þeirri skimun liggja fyrir um hádegi á sunnudag og verður ákvörðun um opnun tekin í kjölfarið.

Sævar Freyr Þráinsson. Mynd/Akranes.is