Alls eru 168 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit á Vesturlandi og þar af 132 á Akranesi.
Þetta kemur fram í uppfærðum upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Í gær bættus við 14 einstaklingar með Covid-19 smit á Akranesi en einstaklingum í sóttkví fer hratt fækkandi og eru þeir 127 á Akranesi og 203 í landshlutanum.
Í fyrradag greindust 13 einstaklingar með Covid-19 smit á Akranesi.