Lítil breyting er á fjölda Covid-19 smita á Akranesi og Vesturlandi þrátt fyrir að 178 einstaklingar hafi greinst með smit á landinu öllu í gær.
Aldrei áður hafa svo margir greinst á einum degi hingað til.
Á Akranesi eru 133 í einangrun með Covid-19 smit og aðeins einn greindist því í gær.
Af þeim 178 sem greindust í gær eru 72 óbólusettir.
Nýgengi innanlandssmita er komið yfir 400 og er að ná nýjum hæðum.
Það er nú 418,9 smit á hverja 100.000 íbúa. Hæst fór það í rúmlega 433 í ágúst síðastliðnum.