Vökudagar á Akranesi fóru fram nýverið. Fjölmargir viðburðir fóru fram á menningarhátíðinni sem hefur farið fram allt frá árinu 2002 eða tvo áratugi.
Vökudagar 2021 heppnuðust vel eins og sjá má í þessu samantektarmyndbandi sem Akraneskaupstaður birti nýverið.
Vökudagar hafa farið fram í október eða nóvember en tilgangur hátíðarinnar og markmið er að efla menningarlífið í bænum og lífga um leið upp á skammdegið.
Umfang hátíðarinnar hefur aukist ár frá ári og hefur hún notið vaxandi vinsælda meðal bæjarbúa. Vökudagar hafa öðlast sinn fasta sess í menningarlífinu á Akranesi.