Frábær árangur hjá keppendum ÍA á Íslandsmótinu í 25 metra laug

Keppendur frá ÍA náðum flottum árangri á Íslandsmótinu í 25 metra laug í sundi sem lauk í dag í Ásvallalaug í Hafnarfirði.


Enrique Snær Llorens Sigurðsson fagnaði Íslandsmeistaratitli í 400m fjórsundi og Einar Margreir varð þriðji í 200 metra bringusundi. Sundfólkið vann fjölmörg önnur afrek í dag en samantekt um gang mála verður birt hjá Sundfélagi Akraness á morgun.

Í gær náði sundfólkið úr ÍA einnig frábærum árangri með því að fá 1 silfur, 4 brons. Alls voru fjögur Akranesmet bætt og sundfólk náði lágmörkum í unglingalandslið.

Enrique Snær vann silfur í 200m fjórsundi á tímanum 2.07.48 sem er líka nýtt Akranesmet. Gamla metið átti Hrafn Traustason á 2.07.99 og var það sett 2009. Enrique vann líka til bronsverðlauna í 200m flugsundi á timanum 2.10.62

Ragnheiður Karen fékk brons í 100m bringusund á tímanum 1.16.40 eftir mjög flott sund.

Guðbjörg Bjartey synti á miklum krafti í 50m flugsundi og tók brons á tímanum 29.53

Einar Margeir Ágústsson setti Akranesmet í 50m bringusundi á timanum 29.54 sem er einnig undir lágmarki fyrir unglingalandslið. Gamla metið átti Birgir Viktor Hanneson á 30.06 frá árinu 2011.

Í 4 x 100 m skriðsundi vann strákasveitin ÍA til bronsverðlauna á timanum 3.35.08, sveitina skipuðu þeir Einar Margeir, Sindri Andreas, Kristján og Enrique Snær.

Í 4 x 50 m skriðsundi hjá blönduðum sveitum varð sveit nr.1 frá ÍA í 5. sæti á nýju Akranesmeti á tímanum 1.44.08.
Sveitina skipuðu þau Enrique Snær, Sindri Andreas, Guðbjörg Bjartey og Ragnheiður Karen.
Gamla metið var 1.45,47 og áttu það þau Atli Vikar Ingimundarsson, Ágúst Júlíusson, Una Lára Lárusdottir og Sólrún Sigþórsdóttir sett 2014

Sveit 2 frá ÍA var í 7 sæti á tímanum 1.48.66 sem var Akranesmet í 15-17 ára flokki, sveitina skipuðu þau Einar Margeir, Kristján, Karen, Ingibjörg Svava. Gamla metið var 1.54.46 frá 2016 og það áttu þau Sindri Andreas Bjarnasson, Erlend Magnússon, Brynhildur Traustadóttir og Una Lára Lárusdóttir

Í 4×100 m skriðsundi kvenna varð kvennasveit ÍA í 4. sæti þar sem Guðbjörg Bjartey fór í fyrsta skipti undir 1.00 átímanum 59.08. Ragnheiður, Karen og Ingibjörg syntu einnig á frábærum tímum.

Önnur úrslit:
50 m. baksund Kristján nr. 5 á tímanum 29.14 og Guðbjarni nr. 8 á 30.66 tímanum.
100 m. bringusund Karen nr 8 á tímanum 1.20.03.
50 m. bringusund Einar Margeir nr. 4 á tímanum 29.53.
100 m. skriðsund Sindri Andreas nr 6 á tímanum 52.65