Tveir ungir Akurnesingar og afmælisbörn dagsins fengu þann heiður í dag að tendra ljósin á jólatrénu á Akratorgi. Viðburðurinn fór fram með óhefðbundnu sniði vegna samkomutakmarkana. Leikskólabörnum og dagforeldrum var boðið að koma á jólaskemmtunina sem fram fór í morgun.
Nemendur frá Akraseli sem fagna afmæli sínu í dag kveiktu ljósins á jólatrénu, Gunnar Berg Lúðvíksson (4 ára) og Sylvia Sól Styrmisdóttir (4 ára). Jólasveinar komu í heimsókn og tóku nokkur lög. Skólakór Grundaskóla tók einnig þátt í tónlistarflutningi undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur – sem er bæjarlistamaður Akraness.