Karlalið ÍA í körfuknattleik, sem leikur í næst efstu deild Íslandsmótsins, hefur nú leikið 10 leiki í deildarkeppninni. ÍA er enn án sigurs en þar fyrir ofan er lið Hamars úr Hveragerði með 2 sigra og 8 tapleiki.
ÍA tók sæti í næst efstu deild rétt áður en Íslandsmótið hófst þar sem að lið Reynis úr Sandgerði dró lið sitt úr keppni með mjög stuttum fyrirvara.
Lið Hauka úr Hafnarfirði, sem féll úr úrvalsdeildinni í fyrra, er efst með 9 sigra og 1 tap og þar á eftir kemur Höttur frá Egilsstöðum.
Christopher Khalid Clover er stigahæsti leikmaður ÍA liðsins með tæp 23 stig að meðaltali. Alls eru þrír erlendir leikmenn í herbúðum ÍA og eru þeir allir þrír efstir á lista yfir stigaskor, fráköst og mínútur að meðaltali.
Davíð Alexeander H. Magnússon, sem er 22 ára gamall bakvörður úr liði Fjölnis, er fjórði stigahæsti leikmaður ÍA.
Nokkrir ungir og efnilegir leikmenn úr röðum ÍA hafa látið að sér kveða í leikjum ÍA í vetur.
Þórður Freyr Jónsson, sem er fæddur árið 2005 er að leika um helming allra mínútna sem eru í boði í hverjum leik og skorar hann tæplega 8 stig að meðatali.
Aron Elvar Dagsson hefur einnig látið vita af sér á þeim 20 mínútum sem hann leikur að meðaltali í hverjum leik.
Meðaltal leikmanna ÍA eftir 10 leiki.
Christopher Khalid Clover 22,7 stig / 6,7 fráköst/ 34 mínútur (af alls 40).
Nestor Elijah Saa 17,7 stig / 7 fráköst / 34 mínútur.
Hendry Engelbrecht 17 stig / 9 fráköst / 37 mínútur.
Davíð Alexeander H. Magnússon 8,2 stig / 3,6 fráköst / 24 mínútur.
Þórður Freyr Jónsson 7,5 stig / 2,4 fráköst / 22 mínútur.
Aron Elvar Dagsson 5,5 stig / 3,8 fráköst / 19 mínútur.
Ómar Örn Helgason 4,2 stig / 2,5 fráköst / 13 mínútur.
Ásbjörn Baldursson 2,5 stig / 1 frákast/ 12 mínútur.
Daði Már Alfreðsson 2,4 stig / 2 fráköstt / 18 mínútur.
Baldur Freyr Ólafsson 2,3 stig / 3,3 fráköst/ 14 mínútur.
Tómas Andri Bjartsson 2 stig / 1 frákast / 9 mínútur.
Arnþór Fjalarsson 1,3 stig / 2,7 stig/ 10 mínútur.
Alex Tristan Sigurjónsson 1 stig / 0,3 fráköst / 5 mínútur.
Þorleifur Baldvinsson 0,8 stig / 0,4 fráköst / 6 mínútur.
Júlíus Duranona 0,2 stig / 0,3 fráköst / 2 mínútur.
Gabríel Rafn Guðnason / 5 mínútur.