Lögregluembættið á Vesturlandi mun á næstu misserum taka umhverfismál föstum tökum í öllum rekstrarþáttum embættisins.
Um gríðarstórt verkefni er um að ræða sem mun ná til nær allra rekstrarþátta embættisins.
Þetta kemur fram í tilkynningu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi og Umhverfisráðgjafar Íslands (Environice) skrifuðu undir saming nýverið um sérfræðiráðgjöf vegna loftslagsstefnu, aðgerðaráætlunar og grænna skrefa í ríkisrekstri,
Environice mun því vinna náið með umhverfisnefnd embættisins varðandi öll ofangreind atriði.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að það að kalla til utanaðkomandi sérfræðinga til verkefnastjórnar lýsir því hversu föstum tökum embættið hyggst taka umhverfismál, enda eru umhverfismál/loftslagsmál á ábyrgð okkar allra sameiginlega.