Karlalið ÍA og Vals í knattspyrnu áttust við í gær í æfingaleik í Akraneshöllinni.
Þetta var annar æfingaleikur ÍA frá því að keppnistímabilinu lauk með bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli í haust.
Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á ÍATV.
Hér má sjá helstu atriðin úr leiknum og leikinn í heild sinni sem endaði með 4-2 sigri ÍA.
Mörk ÍA skoruðu: Gísli Laxdal Unnarsson, Viktor Jónsson, Eyþór Aron Wöhler, Brynjar Snær Pálsson.
Mörk Vals skoruðu: Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Eins og áður segir var þetta annar æfingaleikur ÍA í vetur en liðið tapaði 4-1 gegn liði Selfoss á dögunum.