Nemendur í 2. bekk BS hafa á undanförnum vikum unnið mikið með vináttuna og réttinn til þess að líða vel í skólanum sínum. Þetta kemur fram á vef Brekkubæjarskóla.
Meðal annars lærðu þau skemmtilegt lag sem fengið að láni hjá Skoppu og Skrítlu og bættu svo sínum eigin orðum við.
Upprunalega lagið heitir Afríka Happy.
Á degi gegn einelti, þann 8. nóvember s.l. brugðu krakkarnir sér inn á bókasafnið og tóku upp lagið sem er hér fyrir neðan.