Stefnt er að því að stofna líftæknismiðju á Breið á Akranesi. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í gær í Breið nýsköpunarsetri og eru 13 samstarfs – og stuðningsaðilar sem taka þátt í verkefninu.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Markmið með uppbyggingu líftæknismiðju er að skapa samvinnurými þar sem frumkvöðlar, stofnanir og fyrirtæki, sem stunda rannsóknir úr lífmassa, geti haft aðstöðu til rannsókna og þróunar á uppskölunaraðferðum.
Þeir aðilar sem skrifuðu undir viljayfirlýsinguna eru:
Akraborg ehf.
Algó ehf.
Breið þróunarfélag ses.
Brim hf.
Efnagreining ehf.
Háskóli Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands
Lokinhamrar ehf.
Norðanfiskur ehf.
Norður ehf.
Orkídea ses.
Sedna biopack ehf.
Vignir G. Jónsson hf.
Aðilar að viljayfirlýsingunni lýsa yfir vilja sínum til að eiga samstarf um og að styðja við að í Breið nýsköpunarsetri verði stofnuð líftæknismiðja.
Markmið með uppbyggingu líftæknismiðju er að skapa samvinnurými þar sem frumkvöðlar, stofnanir og fyrirtæki, sem stunda rannsóknir úr lífmassa, geti haft aðstöðu til rannsókna og þróunar á uppskölunaraðferðum.
Mikilvægt er að geta tekið grunnrannsóknir yfir á hagnýtingarstig. Svo slíkt sé hægt þarf oft að prófa aðferðir með dýrum og plássfrekum tækjum sem þurfa sérhæfða aðstöðu. Þetta er mörgum, sem stunda grunnrannsóknir, ofviða þar sem þeir hafa hvorki aðstöðu né fjármagn til að halda rannsóknum áfram.
Með tilkomu líftæknismiðju geta allir, sem þess óska, fengið aðgang að samvinnurýminu til lengri eða styttri tíma til þess að þróa hugmyndir sína áfram við góðar aðstæður og með nauðsynlegum tækjabúnaði.
Kvik og aðlaðandi aðstaða fyrir frumkvöðla á sviði líftækni
— Byggð verður upp líftæknismiðja, aðstaða sem býður upp á lifandi starfsemi í rými sem er sérútbúið fyrir það rannsóknar- og þróunarstarf sem færi fram í rýminu á sviði lífmassa.
— Aðgengi að grunntækjum verður til staðar og aðstaða fyrir sérhæfð tæki verður til staðar á ákveðnum tímum.
Rannsóknir á lífmassa og tengdum verkefnum
— Sköpun nýrrar þekkingar og hagnýting hennar er lykill að lífsgæðum og auðugu mannlífi til framtíðar. Áhersla á rannsóknir á hafinu og nýsköpun hefur aldrei verið mikilvægari.
— Miklar umhverfisbreytingar eiga sér stað í heiminum í dag og er áríðandi að efla grunnrannsóknir til að ná rannsóknum yfir á hagnýtingarstig. Líftæknissmiðjan á Breið mun auka möguleika frumkvöðla í þeirri vegferð.