Alls greindust 286 einstaklingar með Covid-19 smit innanlands í gær.
Þetta kemur fram á síðunni covid.is. Í fyrradag greindust 242 einstaklingar með Covid-19 á Íslandi.
Tveir síðustu dagar hafa því verið þeir stærstu hvað fjölda Covid-19 smita varðar frá upphafi heimsfaraldursins í byrjun árs 2020.
Á Vesturlandi eru 40 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og fjölgar þeim um 5 frá því í gær.
Á Akranesi eru 25 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit en þeir voru 21 á mánudaginn.
Nánar í upplýsingatöflum hér fyrir neðan frá Lögreglunni á Vesturlandi.