Þorrablót Skagamanna fór fram laugardaginn 22. janúar.
Blótið var með rafrænum hætti líkt og árið 2021 og komu fjölmargir að framkvæmdinni.
Dagskrá Þorrablótsins var fjölbreytt og áhugverð – en blótið var í streymi á netinu á Youtube.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru á „bak við tjöldin“ á Bárugötu og víðar. Og eins og sjá má á myndunum var í mörg horn að líta hjá þeim sem stóðu vaktina í útsendingunni.
Helstu skemmtikraftar landsins tróðu upp í Báran Brugghús og skemmtu þeir sér vel eins og sjá má á myndunum.