FabLab smiðjan í nýsköpunarsetrinu á Breið slær í gegn á sínu fyrsta starfsári

FabLab smiðjan sem sett var á laggirnar í nýsköpunarsetrinu á Breið í október á síðasta ári hefur notið mikilla vinsælda. Aðsóknin í FabLab smiðjuna er mjög mikil og greinilegt að mikil þörf var á slíkri þjónustu.

Þetta kemur fram í árskýrslu FabLab sem kom út nýverið og er í heild sinni hér fyrir neðan.

Covid takmarkanir settu sinn svip á aðgengi að FabLab smiðjunnar. Þrátt fyrir það fékk FabLab smiðjan á Akranesi alls 1115 heimsóknir, eða rétt um 80 heimsóknir á viku eða 27 á dag á árinu 2021.

Framundan er vinna við að fullklára uppsetningu smiðjunnar, sem og kaup á tækjum og tólum til að auka á möguleika smiðjunnar í kennslu og stafrænni nýsköpun.

Samstarfsaðilar um FabLab verkefnið á Akranesi eru Akraneskaupstaður, ArtTré, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Breið þróunarfélag, Brim, ELKEM Ísland, Félag eldri borgara á Akranesi, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjöliðjan, Grunnskólar á Akranesi, Icewind, Landssamtök Karla í skúrum, Leikskólar á Akranesi, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Muninn Film, Norðurál, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Skaginn 3X, Starfsendurhæfing Vesturlands og Símenntunarmiðstöð Vesturlands. 

Fab Lab smiðja Vesturlands er frábrugðin öðrum smiðjum á þann veg að hægt er að þróa, skapa og framleiða afurðir, allt á sama staðnum. Þessi möguleiki er fyrir hendi þar sem starfandi samhliða smiðjunni er fjölskyldufyrirtækið ArtTré sem er í margþættri starfsemi á sviði merkinga og framleiðslu á smávörum, hönnunar- og heimilismunum sem unnið er úr ýmis konar hráefni svo sem timbri, plexí, plasti, gleri og áli.

 ……‡„
…   € „
 €
ˆ ‘’
† 
 †

…    
ƒ 
  
 
 †††