Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram um liðna helgi. Þar var kosið í stjórn sambandsins og Vanda Sigurgeirsdóttir sigraði í formannskjörinu með talsverðum yfirburðum.
Þess má geta að Vanda lék með meistaraflokki ÍA um nokkurra ára skeið.
Tveir Skagamenn fengu góðan stuðning í stjórnarkjörinu. Alls gáfu tólf kost á sér en kosið var um átta sæti – fjórir náðu því ekki kjöri.
Skagamaðurinn Halldór Breiðfjörð Jóhannsson gaf kost á sér í varastjórn KSÍ og náði hann kjöri ásamt Kolbeini Kristinssyni og Tinnu Hrund Hlynsdóttur.
Pálmi Haraldsson, fyrrum leikmaður ÍA, fékk alls 119 atkvæði í kjörinu og var hann kosin til tveggja ára líkt og þrír aðrir.
Kosin til tveggja ára:
Ívar Ingimarsson – Egilsstöðum 137 atkvæði
Sigfús Kárason – Reykjavík 124
Pálmi Haraldsson – Akranesi 119
Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi 116
Kosin til eins árs:
Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ 115
Helga Helgadóttir – Hafnarfirði 112
Torfi Rafn Halldórsson – Hafnarfirði 110
Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ 99
Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík, Jón Páll Pálmason – Hafnarfirði, Lárus Bl. Sigurðsson – Reykjavík og
Sváfnir Gíslason – Mosfellsbæ gáfu allir kost á sér en náðu ekki kjöri.