Kvennalið ÍA í knattspyrnu vann góðan 3-0 sigur gegn Hamri úr Hveragerði í Lengjubikarkeppni KSÍ 2022.
Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni en liðin eru í C-deild keppninnar.
Erna Björt Elíasdóttir skoraði fyrsta mark ÍA á 12. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.
Erna Björt bætti við öðru marki á 59. mínútu og þannig var staðan allt þar til að Erla Karitas Jóhannesdóttir bætti við þriðja markinu á 90. mínútu.
Staðan í riðlinum er hér fyrir neðan.