Kraftmikill hópur úr Badmintonfélagi ÍA á Akranesi tók þátt í Deildarkeppni Badmintonsambands Íslands sem fram fór um síðustu helgi. ÍA keppti í 2. deild og endaði liðið í 3. sæti.
Í riðlakeppninni fóru leikar þannig hjá ÍA:
3-5 tap fyrir BH/TBS.
4-4 jafntefli við TBR Jóakúlurnar – sem stóðu síðan uppi sem sigurvegarar í riðlinum.
6-2 sigur gegn liði Hamars úr Hveragerði.
ÍA og Afturelding léku um þriðja sætið í 2. deild og þar hafði ÍA betur, 6-2.
Hnitmiðað -og öflugt lið ÍA var þannig skipað: Aftari röð frá vinstri: Egill Guðlaugsson, Daníel Þór Heimisson, Máni Berg Ellertsson, Matthías Finnur Vignisson Snorri Kristleifssonm
Fremri röð frá vinstri: Arnór Tumi Finnsson, Líf Lárusdóttir, Sóley Birta Grímsdóttir, Karitas Eva Jónsdóttir, Helena Rúnarsdóttir, Irena Rut Jónsdóttir.
Á myndina vantar: Edit Ómarsdóttur, Maríu Rún Ellertsdóttur, Tryggva Björn Guðbjörnsson, Ármann Steinar Gunnarsson og Guðlaugu Þór Brandsson