Akraneskaupstaðar og Knattspyrnufélag ÍA hafa komist að samkomulagi um endurnýjun á samningi hvað varðar Norðurálsmótið tímabilið 2022 til og með ársins 2026.
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs.
Samningsfjárhæðin vegna ársins í árs er 3,1 milljónir kr. og verður þessi upphæð reiknuð út frá forsendum fyrri samnings ( sem sjá má hér fyrir neðan).
Þar kemur fram að greiðslan er vísitölutryggð.
Í fyrra tóku um 1800 keppendur þátt en mótið í ár verður það 37. frá upphafi. Norðurlandsmótið er eitt fjölmennasta mótið á landsvísu fyrir yngri keppendur í knattspyrnu.
Hér má sjá myndir frá skagafrettir.is frá Norðurálsmótinu í gegnum tíðina.