Jón Þór styrkir ÍA-liðið og fær „Benó“ að láni frá Blikum

Karlalið ÍA í knattspyrnu heldur áfram að safna liði fyrir keppnistímabilið í „Bestu deildinni“ sem hefst þann 19. apríl. 2022.

Benedikt V. Warén, sem er 21 árs gamall leikmaður úr röðum Breiðabliks, mun leika með ÍA út leiktíðina 2022 en hann kemur á lánssamningi frá Blikum.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þekkir „Benó“ vel en hann lék með liði Vestra á síðustu leiktíð þar sem að Jón Þór var þjálfari áður en hann tók við ÍA.

Benó getur leyst ýmsar stöður á vellinum en hann hefur mest leikið á hægri kanti eða miðjunni – og einnig sem vængbakvörður.

Miklar breytingar eru á leikmannahópi ÍA fyrir keppnistímabilið, eins og sjá má í samantekt frá Víði Sigurðssyni á Morgunblaðinu hér fyrir neðan.

Fyrsti leikur ÍA fer fram gegn Stjörnunni á gervigrasvellinum í Garðabæ þann 19. apríl.

ÍA leikur þann 24. apríl á Akranesvelli gegn Íslands – og bikarmeistaraliði Víkings úr Reykjavík sem Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson þjálfar.

Komn­ir:
19.2. Oli­ver Stef­áns­son frá Norr­köp­ing (Svíþjóð)
17.2. Aron Bjarki Jóseps­son frá KR
17.2. Christian Köhler frá Val
17.2. Johann­es Vall frá Val
17.2. Kaj Leo i Bartals­stovu frá Val
10.2. Marteinn Theo­dórs­son frá Vík­ingi Ó. (úr láni)
5.4. Bene­dikt V. Warén frá Breiðabliki (lék með Vestra 2021)

Farn­ir:
19.3. Arn­ar Már Guðjóns­son í Kára
22.2. Ísak Snær Þor­valds­son í Breiðablik
22.2. Há­kon Ingi Jóns­son í Fjölni
17.2. Aron Kristó­fer Lárus­son í KR
17.2. Óttar Bjarni Guðmunds­son í Leikni R.
17.2. Sindri Snær Magnús­son í Kefla­vík
1.2. Eli­as Tambur­ini í Phön­ix Lü­beck (Þýskalandi)