Keppendur úr röðum ÍA náðu flottum árangri á Íslandsmótinu í badminton sem fram fór á dögunum.
Hæst bar Íslandsmeistaratitill Drífu Harðardóttur í úrvalsdeild þar sem hún vann til gullverðlauna í tvenndarleik ásamt Kristófer Darra Finnssyni úr TBR.
Egill Guðlaugsson varð Íslandsmeistari í tvíliða- og tvenndarleik í 2. deild.
Karitas Eva Jónsdóttir varð Íslandsmeistari í tvenndarleik í 2. deild.
Ármann Steinar Gunnarsson varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í 2. deild.