Magnús Magnússon ritstjóri héraðsfréttablaðsins Skessuhorns segir að fréttavefurinn skessuhorn.is verði áskriftarvefur síðar á þessu ári.
Þetta kemur fram í áhugaverðu viðtali við Magnús í þættinum Segðu mér á Rás 2 þar sem að Sigurlaug Jónasdóttir ræddi við Magnús.
„Við erum í stefnumótun þar sem að töluverð breyting verður gerð á vefnum skessuhorn.is. Breytingin miðar að því að auka við þá þjónustu sem þar er, en vefurinn verður gerður að áskriftarvef,“ segir Magnús m.a. í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér í þessum hlekk.
Skessuhorn var sett á stofn í ársbyrjun 1998 og hóf rekstur sinn með útgáfu Vesturlandsblaðsins Skessuhorns Blaðið hefur mjög góða dreifingu á öllu Vesturlandi, er eitt útbreiddasta héraðsfréttablað landsins og jafnframt það stærsta.