Demi van den Berg, Almar Kári Ásgeirsson, Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Tristan Sölvi Jóhannesson eru efnilegir dansarar frá Akranesi tóku þátt á Opna hollenska meistaramótinu nýverið.
Þetta er í annað sinn á þessu ári sem þau fara erlendis til keppni. Skagakrakkarnir kepptu í flokki 12 ára og yngri í bænum Assen í Hollandi þar sem keppt var í fimm „latín dönsum“ og „fimm ballroom“ dönsum. Mótið í Hollandi var mjög sterkt þar sem að mörg af sterkustu danspörum heims í þessum aldursflokki tóku þátt.
Skagamennirnir tóku þátt á móti í Blackpool á Englandi í apríl á þessu ári – en þau æfa á Akranesi og einnig í Hafnarfirði.
Krakkarnir eru öll í Grundaskóla, Demi er í 5. bekk en Almar, Rósa og Trisan í 6. bekk. Skagafréttir fengu dansarana til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum og hér eru svörin:
Hvað er skemmtilegast við að æfa dans?
Demi: Manni líður svo vel þegar maður dansar.
Almar: Að gera danssporin og keppa í útlöndum.
Tristan: Dansa og keppa í útlöndum.
Rósa: Að gera danssporin og dansa.
Hvaða dans er í uppáhaldi?
Demi: Tangó og Samba.
Almar: Enskur vals og Cha Cha Cha.
Tristan: Pasodoble.
Rósa: Cha Cha Cha og Jive.
Hver eru framtíðar markmiðin hjá þér í dansinum?
Demi: Verða betri og betri í dansi og ná rosalega langt.
Almar: Reyna að komast eins langt og ég get.
Tristan: Að verða eins góður og ég get.
Rósa: Að verða heimsmeistari og atvinnumaður.
Ef þú ættir að velja eitt lag til að blasta á torginu á írskum dömum – hvaða lag væri það?
Demi og Rósa:
Almar:
Tristan: