Skipuriti Akraneskaupstaðar breytt á ný – skrifstofa bæjarstjóra lögð niður



Skipuriti Akraneskaupstaðar hefur verið breytt enn á ný og tekur nýtt skipurit gildi þann 1. júní. Bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða breytingarnar á fundi bæjarstjórnar þann 10. maí – þegar fjallað var um málið í annað sinn á fundi bæjarstjórnar.

Nýtt skipurit var sett á laggirnar þann 1. janúar 2021 og á þeim tíma voru gerðar töluverðar breytingar á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar. Nánar í frétt hér fyrir neðan. Meðal helstu breytinga sem gerðar voru í byrjun árs 2021 má nefna að stofnuð var ný eining sem ber heitir skrifstofa bæjarstjóra – sem verður lögð af í nýju skipuriti en þeim verkefnum þar voru leyst fundinn nýr staður í nýju skipuriti

Í nýja skipuritinu sem tekur gildi þann 1. júni verður lögð áhersla á að efla fjármáladeild Akraneskaupstaðar. Þá eru menningarmálum fundinn staður í skipuriti með sterk tengsl við stjórnsýsluna.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/01/19/nytt-skipurit-akraneskaupstadar-tok-gildi-thann-1-januar-2021/