Á vefnum samgongur.is eru tvær áhugaverðar kannanir vegna hugmynda um færslu Hringvegar um Grunnafjörð og um Melasveit – og einnig um færslu Hringvegar framhjá Borgarnesi.
Smelltu hér til að taka þátt í könnun um færslu Hringvegar um Grunnafjörð og Melasveit.
Það er Samgöngufélagið sem stendur að þessum könnunum og verður niðurstöðum safnað saman í skýrslu, sem mun verða send skipulagsfulltrúa og bæjarstjórn Akraness, sem og skipulagsfulltrúa og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
Könnunin um færslu Hringvegar um Grunnafjörð og Melasveit stendur Akurnesingum nær og töluvert hefur verið fjallað um þær hugmyndir á undanförnum misserum. Nánar hér.
Í þessari könnun sem Samgöngufélagið stendur á bak við er boðið upp á þrívíddarupplifun af færslu Hringvegar yfir Grunnafjörð og um Melasveit, eins og hún er sýnd í greinargerð sem VSÓ vann fyrir Vegagerðina – dags. í júní 2009 – um þverun Grunnafjarðar.
Tilgangur þessarar könnunar er að bjóða hinum almenna borgara upp á; 1) skýra framsetningu á þeirri tillögu sem hérna er til skoðunar og 2) vettvang til að koma viðhorfum sínum á framfæri með aðgengilegum hætti.
Í þessari könnun er engum persónugreinanlegum upplýsingum safnað og ekki er hægt að rekja þær upplýsingar sem veittar eru, til einstakra þátttakenda.