Þrjú tilboð bárust í strætisvagnaþjónustu Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið 2022-2029 eða næstu átta ár.
Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar fyrir innanbæjarþjónustuna var 300 milljónir kr. eða 37,5 milljónir kr. á ári.
Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar buðu rúmlega 307 milljónir kr. í verkið, Skagaverk bauð tæplega 318 milljónir kr. og Vestfirskar ævintýraferðir buðu hæst eða rúmlega 467 milljónir kr.
Skipulags- og umhverfisráð Akraness samþykkti á síðasta fundi ráðasin að leitað verði samninga við lægstbjóðanda.