Afmælishátíð ÍA og Íþróttahússins við Vesturgötu stendur yfir frá 13:00 – 16:00
Guli ÍA liturinn verður áberandi á Akranesi í dag þar sem gulur dagur er hjá gríðarlega mörgum Skagamönnum. Tilefnið er að ÍA heldur upp á 70 ára afmæli félagsins á laugardaginn og samhliða því verður 40 ára afmælishátíð íþróttahússins við Vesturgötu.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir íþróttafulltrúi ÍA segir að það verði eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna og hvetur hún alla til þess að koma.
„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en það verða allir gulir og glaðir um helgina,“ segir Hildur við skagafrettir.is. „Hátíðin mun byrja með því að ÍA kórinn syngur, Regína Ávaldsdóttir, bæjarstjóri flytur ávarp og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir formaður ÍA setur afmælishátíðina. Léttar veitingar verða í boði að því loknu. Síðan tekur við fjölskylduhátíð þar sem m.a. verður hægt að mæla skothraða, reyna sig í skotfimi, slá golfbolta í golfhermi, spila allskonar íþróttir og skemmta sér við það. Hörður Kári Jóhannesson verður með skoðunarferðir um húsið þrívegis á þessum tíma eða kl. 13:30, 14:30 og 15:30,“ segir Hildur Karen.
Fésbókarsíða 70 ára afmælishátíðar ÍA.
Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en það verða allir gulir og glaðir um helgina