Flottur árangur hjá leikmönnum ÍA á ReyCup 2022 – gull, silfur og bronsverðlaun



Það var fjölmennt lið leikmanna úr röðum ÍA sem tók þátt á alþjóðlega knattspyrnumótinu ReyCup sem fram fór dagana 20.-24. júlí s.l. Alls tóku 9 lið frá ÍA þátt og var uppskeran og árangurinn góður.

Kvennalið ÍA í 3. flokki stóð uppi sem ReyCup meistari og gullverðlaun. Varnarleikur liðsins var frábær og fékk liðið aðeins eitt mark á sig í öllum leikjum mótsins.

Á myndinni er ReyCup meistaralið 3. flokks kvenna frá ÍA. Myndina tók Ágústa Friðriksdóttir.

Karlalið ÍA í keppni A-liða í 3. flokki tapaði naumlega gegn enska liðinu Fleetwood í undanúrslitaleik mótsins. Sá leikur tapaðist í vítaspyrnukeppni. ÍA lék síðan gegn öðru ensku liði, Fulham, í keppni um þriðja sætið. Þar hafði ÍA betur og endaði í 3. sæti og bronsverðlaun.

B-lið í 3. flokki lék til úrslita í sínum flokki gegn KFR og sá leikur tapaðist naumlega 2-1.
Í keppni A-liða í 4. flokki lék ÍA gegn enska liðinu Stoke í úrslitaleik sem fram fór á sjálfum Þjóðarleikvanginum, Laugardalsvelli. Þar hafði enska liðið betur og ÍA landaði silfurverðlaunum.

Í keppni B-liða í 4. flokki karla stóð ÍA uppi sem sigurvegari og með gullverðlaun.