Kvennalið ÍA vann stórsigur í kvöld, 11-0, gegn liði Hamars úr Hveragerði á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Með sigrinum bætti ÍA stöðu sína í þriðju efstu deild, 2. deild, töluvert.
ÍA er í 5. sæti eftir 10 umferðir og á góða möguleika á að komast í efri hluta lokaumferðar mótsins þar sem að sex efstu liðin leika einfalda umferð.
Staðan var 5-0 í hálfleik og lokatölur 11-0. Með sigrinum lagaði ÍA markatöluna mikið og setti sig í góða stöðu um að leika í efri hluta deildarinnar í lokaumferðinni.
Mörk ÍA skoruðu: Marey Edda Helgadóttir (2.), Anna Þóra Hannesdóttir (19.), Ylfa Laxdal Unnarsdóttir (39.), Unnur Ýr Haraldsdóttir (39.), Nikola Anastasia Mahealani Musto (42.), Brynja Valgeirsdóttir (sjálfsmark) (49.), Samira Suleman (51.), Erla Karitas Jóhannesdóttir (víti)(70.), Erna Björn Elíasdóttir (84., 90.)
Myndasyrpa frá leiknum hér á myndavef Skagafrétta:
Breyting var gerð á fyrirkomulagi í 2. deild kvenna fyrir þetta tímabil. Í fyrra fóru fjögur efstu liðin að loknum 12 umferðum í fjögurra liða úrslitakeppni þar sem að leikið var um tvö laus sæti í næstu efstu deild, Lengjudeildinni. Á þessu tímabili er mótinu skipt um í tvo hluta.
Í fyrri hluta mótsins er leikin einföld umferð, samtals tólf leikir á hvert félag. Í seinni hluta mótsins taka þátt félögin sem enduðu í sex efstu sætum í fyrri hluta mótsins og taka félögin með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Leikin er einföld umferð – fimm leikir – og fara tvö efstu liðin upp í næst efstu deild.
Tvö ný félög taka þátt í deildakeppninni tímabilið 2022 og koma þau bæði úr Hafnarfirði: ÍH, Hafnarfirði
og KÁ, Hafnarfirði.