Ívar Orri fær stórt dómaraverkefni í Makedóníu í sambandsdeild UEFA



Ívar Orri Kristjánsson hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð knattspyrnudómara á Íslandi. Ívar Orri dæmir undir merkjum ÍA og í kvöld fær hann stórt verkefni í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA.

Ívar Orri er deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála í Þorpinu hér á Akranesi.

Leikurinn sem Ívar Orri dæmir fer fram í Makedóníu þar sem að FC Shkupi tekur á móti Ballkani frá Kósovó. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni.

Eins og áður segir verður Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins og aðstoðardómarar eru Birkir Sigurðarson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Þorvaldur Árnason er fjórði dómari.