Evrópumeistaramótið í sundi í Garpaflokki fór fram í Róm á Ítalíu nýverið. Mótið er fyrir sundfólk sem er 25 ára og eldri, og er keppt í mörgum aldursflokkum.
Skagakonan Kristín Minney Pétursdóttir úr Sundfélagi Akraness keppti á mótinu í tveimur greinum í aldursflokknum 40-44 ára.
Kristín Minney náði lágmörkum fyrir EM á Íslandsmóti Garpa sem fram fór fyrr á þessu ári.
Kristín tók þátt í 200 metra skriðsundi þar sem hún synti greinina á 2:53,48 mín. Hún endaði 4. sæti í sínum riðli og 12. í sínum aldursflokki.
Kristín Minney endaði í 17. sæti í 100 metra bringusundi þar sem hún synti á tímanum 1:37,71 mín.
Á fésbókarsíðu sinni segir Kristín að hún sé himinlifandi og glöð eftir mótið í Róm. Hún markmiðum sínum og þakkar öllum þeim sem hafa stutt hana í þessu ferli. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á EM í Garpaflokki en hún ætlar sér að komast á ný á þetta mót.