Bæjarráð Akraness undirbýr endurbyggingu á Árnahúsi við Sólmundarhöfða



Bæjarráð Akraness fjallaði á síðasta fundi sínum um Árnahús sem standa við Sólmundarhöfða 2. Húsin eru í eigu Akraneskaupstaðar og telur bæjarráð mikilvægt að mannvirkin verði endurbyggð.

Frumkostnaðaráætlun vegna endurbóta var lögð fram á síðasta fundi bæjarráðs – eins og kemur fram í ályktun ráðsins hér fyrir neðan.

„Bæjarráð telur mikilvægt að mannvirkin verði endurbyggð en huga þarf að ýsmum þáttum í því sambandi svo sem nýtingu svæðisins, framtíðarmöguleikum á stækkun Höfða o.fl. Einnig er mögulegt að endurbygginng mannvirkjanna fari fram í áföngum og að unnt sé að sækja styrki af ýmsum toga, hjá Minjastofnun, Húsfriðunarsjóð, SSV o. fl. Bæjarráð vísar málinu til umræðu hjá bæjarfulltrúum vegna fjárhagsaáætlunargerðar vegna ársins 2023 og þriggja ár tímabils 2014 til og með 2026.“

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/04/29/pistill-arnahus-taekifaeri-til-godra-verka/