Frá og með miðri næstu viku hefst ný þjónusta á Akranesi fyrir börn – og unglinga.
Um er að ræða frístundastrætisvagn – en tilgangur verkefnisins er að auðvelda börnum – og ungmennum að komast á íþróttaæfingar og annað frístundastarf eftir að skóla lýkur.
Þessi þjónusta er viðbót við núverandi þjónustu innanbæjarstrætisvagnsins og er ætlað að auka þjónustuna á álagstímum.
Frístundavagninn er með 7 stoppistöðvar og fer hann eftirtalda leið þrívegis á klukkustund á tímabilinu 13:30 – 15:47.
F1 – Íþróttahúsið við Vesturgötu
F2 – Tónlistarskólinn (á leið til Jaðarsbakka)
F3 – Þorpið (á leið til Jaðarsbakka)
F4 – Íþróttahúsið Jaðarsbökkum
F5 – Þorpið (á leið til Vesturgötu)
F6 – Tónlistarskólinn (á leið til Vesturgötu)
F7 – Merkigerði (hugsað fyrir sund í Bjarnalaug)