Jón Þór lék þrjá landsleiki með U15 ára liði Íslands á æfingamóti í Slóveníu



Skagamaðurinn Jón Þór Finnbogason tók þátt í þremur landsleikjum með íslenska U15 ára landsliði Íslands á æfingamóti sem fram fór í Slóveníu dagana 10.-16. október.

Jón Þór var í byrjunarliðinu í tveimur fyrstu leikjunum og kom inná sem varamaður í lokaleiknum.

Jón Þór er lengst til vinstri í fremri röð á þessari liðssmynd.

Íslenska liðinu gekk vel á þessu móti og tapaði ekki leik. Liðið endaði í öðru sæti á eftir heimamönnum en Norður-Írland og Lúxemborg voru einnig með á þessu móti. Ísland gerði 3-3 jafntefli gegn Norður-Írlandi, sigraði Lúxemborg 2-0 og gerði 1-1 jafntefli í lokaumferðinni gegn Slóveníu.

Þrír Skagamenn voru í starfsliði íslenska liðsins. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins, Skarphéðinn Magnússon, yfirþjálfari yngri flokka ÍA, var aðstoðarþjálfari og liðsstjóri var Daníel Heimisson – sem gegnir því hlutverki hjá meistaraflokki karla hjá ÍA.