Árgangur 1979 á Akranesi er að undirbúa glæsilegt Þorrablót Skagamanna sem fram fer laugardaginn 21. janúar 2023.
Að venju verður blótið haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Undirbúningsnefnd óskaði nýverið eftir stuðningi frá Akraneskaupstað í formi þess að lána íþróttamannvirkið við Vesturgötu án endurgjalds – líkt og gert hefur verið frá því að blótið var fyrst sett á laggirnar.
Í bókun ráðsins er lýst yfir stuðningi við þá ósk.
Þorrablót Skagamanna árið 2023 verður það 13. frá upphafi.
Á undanförnum tveimur árum hefur blótið farið fram með óhefðbundnum hætti í gegnum streymi á veraldarvefnum vegna heimsfaraldurs.
Í greinargerð frá árgangi 1979 til bæjarráðs kemur fram að mikið verði lagt í skemmtun kvöldins – þar sem að Skagamaður ársins 2022 verður útnefndur.
Árgangur 1982 mun sjá um annál blótsins sem hefur fest sig í sessi sem „skaup“ Skagamanna.
Allur ágóði af Þorrablóti Skagamanna hefur alltaf runnið til samfélagsverkefna sem tengjast íþróttum og félagsstarfi. Engin breyting verður á því á næsta Þorrablóti.
19 verkefni frá menningarstyrk frá Akraneskaupstað
Alls fá 19 verkefni menningarstyrk frá Akraneskaupstað fyrir árið 2025 en alls bárust 25 umsóknir. Heildarupphæð styrkja er rétt rúmlega 3,5 milljónir kr. en óskað
Einar Margeir náði flottum árangri á HM í 25 metra laug
Skagamaðurinn Einar Margeir Ágústsson náði flottum árangri á Heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi. Íþróttamaður Akraness 2023
Vilja greina tengsl veikinda og starfsaðstæðna hjá Akraneskaupstað
Bæjarráð Akraness leggur áherslu á að greining verði gerð á tengslum veikinda og starfsaðstæðna. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins þar sem að fjallað var
Nýtt ráðhús á Akranesi ekki á dagskrá næstu þrjú árin
Fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness s.l. þriðjudag. Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á næsta ári eftir miklar fjárfestingar
Hvaða framkvæmdir eru á fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar næstu þrjú árin?
Fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness s.l. þriðjudag. Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á næsta ári eftir miklar fjárfestingar
Einar Margeir náði flottum árangri í fyrsta sundinu á HM
Skagamaðurinn Einar Margeir Ágústsson náði flottum árangri í fyrstu keppnisgrein sinni á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í dag. HM í 25 metra laug fer