Á undanförnum árum hefur skapast skemmtileg hefð í Brekkubæjarskóla þar sem að nemendur bjóða gestum í morgunstundir. Þar hefur fjölmenni mætt á áhorfendabekki íþróttahússins við Vesturgötu til þess að njóta og upplifa fjölbreytt atriði sem nemendur hafa búið til.
Í morgun var slík morgunstund – þar sem að ýmislegt var á boðstólum í dagskránni.
Má þar nefna trommusveit sem flutti lag með gítarleikara og kór úr 1. bekk baðaði sig í sviðsljósinu.
Í frétt á heimasíðu Brekkubæjarskóla segir að morgunstundin hafi verið afar góð þar sem nemendur og fjölskyldur þeirra nutu augnabliksins ásamt starfsfólki og öðrum gestum.
Myndasyrpan hér fyrir neðan er á heimasíðu Brekkubæjarskóla.