Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson, starfsmaður Fjöliðjunnar skrifar:
Á Akranesi er bæjarstjórn sem þykist vita meira en aðrir og ákveður allt eða margt á lokuðum fundum. En málið er að þeir geta ekki vitað allt, eins og þeir halda.
Nefnum eitt dæmi með vinnustaðinn Fjöliðjuna sem er verndaður vinnustaður, þar eru alls 78 starfsmenn ásamt leiðbeinendum.

Út frá þekkingu og reynslu þeirra vita þau best hver þörfin er og hvað þeim vantar. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og tækin sem þau nota eru af mismunandi gerðum og stærðum. Það þýðir að stærð rýmis eða húsnæðis þarf að miðast að því og hafa þarf í huga aðgengi fyrir alla, þar með talið hjólastóla.
Núna á að setja þessa starfsemi ásamt þorpinu í samfélagsmiðstöð í blokk. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Oft er gert grín af fötluðum og oft á tíðum eru foreldrar meðvirkir. Svo ekki sé minnst á að sagt er að ekki megi vera með hávaða í blokk. En hvernig er það með börn? Eru þau ekki oft á tíðum með hávaða? Af hverju mega þá ekki vélar sem notaðar eru til að pakka fara þangað inn? Það er algjörlega út í hött.
Svo er það bæjarstjórnin sem ákvað þetta á lokuðum fundi án þess að hafa samráð við okkur sem vinnum þarna. Hvernig geta þeir vitað hvað við þurfum og viljum? Eru þeir að vinna þarna eða hafa þeir eitthvað verið í Fjöliðjunni að viti eða? Ég held ekki. Allaveganna hefur enginn séð þá þarna sem þýðir að þeir ættu að koma og vera með okkur alla daga í 3 vikur og sjá hvernig starfsemin okkar er.
Ég skora á bæjarstjórnina að koma og vera með okkur í Fjöliðjunni næstu 3 vikur frá klukkan 8 til 16 og sjá með eigin augum hver þörfin okkar er. Ef þið þykist vita betur skulið þið halda áfram og endurnýja húsnæðið á Dalbrautinni eins og átti að gera áður en Samfélagsmiðstöðin var ákveðin, án allra vitundar. Þið eruð ekki að vinna í Fjöliðjunni og vitið ekki þarfir okkar eða vilja.
Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson, starfsmaður Fjöliðjunnar

Akraneskaupstaður tekur skammtímalán fyrir einn milljarð kr.
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að óska eftir skammtímaláni hjá Arionbanka fyrir allt að 1 milljarði kr. eða eitt þúsund milljónum kr. Stefnt er að því

Ekkert tilboð barst í gamla Landsbankahúsið
Akraneskaupstaður auglýsti í febrúar s.l. eftir eftir samstarfsaðila til þess að blása lífi í svæðið við Akratorg. Í auglýsingu sem birt var á sínum tíma

Ekki er gert ráð fyrir áframhaldandi sementsinnflutningi á Sementsreit
Fulltrúar Sementsverksmiðjunnar ehf. mættu nýverið á fund bæjarráðs til að fylgja eftir erindi sínu frá 30. september 2024 varðandi möguleikana á áframhaldandi rekstri á núverandi

Öllum tilboðum í jarðefnatippur hafnað
Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í verkefnið jarðefnatippur – þjónusta. Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun sem var rétt rúmlega

VÍS snýr aftur á Akranes
VÍS mun opna þjónustuskrifstofu á Akranesi í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Skrifstofan verður að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki

Glæsilegur árangur sundfólks úr röðum ÍA á Íslandsmóti
Sundfólk úr röðum Sundfélags Akraness náði glæsilegum árangri á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram