Advait Vanarse nýr þjálfari hjá Badmintonfélagi Akraness

 

Badmintonfélag Akraness hefur ráðið Advait Vanarse sem þjálfara hjá félaginu. 

Vanarse er frá Indlandi en hann hefur starfað í Bretlandi og í heimalandinu við þjálfun. Vanarse er með meistaragráðu í íþróttasálfræði og BA gráðu í sálfræði.

Vanarse hóf störf í gær og mun hann koma að þjálfun allra flokka hjá félaginu. 

Badmintonfélag Akraness hefur einnig ráðið Anítu Sif Flosadóttur og Hilmar Veigar Ágústsson sem aðstoðarþjálfara í 3. og 2. flokki. 

Badmintonfélag Akraness hefur góða reynslu af indverskum þjálfurum. 

Vanarse fetar í fótspor landa síns, Dipu Ghosh, sem starfaði hjá félaginu á árunum 1983-1991. Dipu Ghosh flutti alfarið á Akranesi árið 1997 og starfaði sem þjálfari hjá félaginu um margra ára skeið.