Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin er langt komið en í dag var 21. glugginn opnaður og aðeins þrír flytjendur eiga því eftir að koma fram á þessu ári.
Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár.
Á hverjum degi fram að jólum er nýr gluggi opnaður í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.
Í dag var tuttugasti og fyrsti glugginn opnaður.
Þaulreyndur söngvari, prentlærður Skagamaður, opnaði gluggann í dag og keyrir inn jólastemninguna með þekktu lagi.
Karl Örn Karlsson syngur hér lagið Driving home for Christmas – sem Chris Rea samdi og flutti á sínum tíma.