Sævar Logi Logason – sem er rétt rúmlega þriggja ára gamall, eignaðist í gær bróður, þann 21. desember 2022.
Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Sævar Loga og foreldra hans, Yrsu Þöll Eyjólfsdóttur og Loga Breiðfjörð Franklínsson.
Fæðing drengsins er einnig stór kafli í íbúasögu Akraness – því tilkoma litla drengsins í samfélagið gerir það að verkum að íbúar á Akranesi eru nú alls 8000.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness færði foreldrum og nýjasta íbúanum heillaóskir og gjöf frá Akraneskaupstað í tilefni dagsins.