Menningarverkefnið Skaginn syngur inn jólin er langt komið en í dag var 23. glugginn opnaður og aðeins á eftir að opna einn glugga til viðbótar að þessu sinni.
Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir halda utan um verkefnið líkt og undanfarin ár.
Frá því í byrjun desember hefur nýr gluggi verið opnaður á hverjum degi í þessu tónlistardagatali sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.
Í dag var tuttugasti og þriðji glugginn opnaður.
Hér eru á ferðinni kraftmikill hópur úr Hvalfjarðarsveit sem syngur þekkt jólalag.
Kór Saurbæjarprestakalls syngur hér Forðum í bænum Betlehem – lag Ron Miller og Bryan Wells. Textinn er eftir Ólaf Gauk Þórhallsson.