Akraneskaupstaður er að undirbúa að setja upp grenndarstöðvar á þremur stöðum á Akranesi.
Hafist verður handa við uppsetningu þann 20. janúar 2023.
Á hverri grenndargámastöð verða gámar fyrir málma, gler, pappi/pappír og plast. Einnig verður möguleiki á að bæta við ílátum fyrir fleiri flokka svo sem textíl, flöskur/dósir, kertavax, rafhlöður og fleira.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Hér er tillaga frá Akraneskaupstað að útliti á grenndarstöð.
Staðsetning á grenndargámunum verður eftirfarandi:
Vesturgata 27 – við Bíóhöllina.
Bílaplani aftan við Bókasafn Akraness við Dalbraut 1.
Á bílaplani við Jörundarholt.