Þrettándabrennan fer fram í dag, föstudaginn 6. janúar, við Þyrlupallinn á Jaðarsbökkum.
Blysför hefst kl 17:00 við Þorpið, Þjóðbraut 13.
Björgunarfélag Akraness sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl 17:30.
Hægt er að fylgjast með sýningunni meðfram strandlengjunni alveg frá Breið og inn að Höfða og víðar um bæinn.
Kjör Íþróttamanns Akraness verður áfram með breyttu sniði þetta árið og verður streymt í gegnum ÍATV frá Garðavöllum í kjölfar flugeldasýningarinnar.