Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands fór fram nýverið þar sem að árangri ársins 2022 var fagnað.
Rúmlega 100 manns, bæði iðkendur, þjálfarar og aðrir fimleikaunnendur áttu saman góða kvöldstund.
Þar var Fimleikafólk ársins heiðrað ásamt heiðursfélaga og önnur verðlaun veitt.
Þórdís Þráinsdóttir, yfirþjálfari hjá Fimleikafélagi Akraness, fékk viðurkenningu sem þjálfari ársins 2022.
Þetta er í annað sem þjálfari úr FIMA fær þessa viðurkenningu.
Brynjar Sigurðsson var valinn þjálfari ársins 2020 hjá Fimleikasambandinu á uppskeruhátíð sambandsins í janúar árið 2021.