Karlalið ÍA mun leika í næst efstu deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu á næstu leiktíð.
Jón Þór Hauksson stýrir liðinu sem þjálfari en hann hefur fengið nýjan aðstoðarmann í hlutverk aðstoðarþjálfara. Guðlaugur Baldursson, sem var aðstoðarþjálfari liðins í fyrra verður ekki áfram við störf.
Haraldur Árni Hróðmarsson tekur við hlutverki hans – ásamt því að vera teymisstjóri félagsins í 11 manna bolta (2.-4.fl kk og kvk).
Haraldur, er með KSÍ A þjálfaragráðu og UEFA Elite Youth A gráðu, og hefur mikla reynslu sem þjálfari. Hann þjálfaði hjá Þrótti frá 2013-2018 og 2018-2022 hjá Val. Hann var yfirþjálfari 11 manna bolta og aðstoðarþjálfari mfl.kk hjá Val.