Jörundur Óli Arnarsson og Maron Rafn Bjarkason stóðu upp sem sigurvegarar í sínum riðli á tvíliðaleiksmóti BH sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði nýverið.
Skagamennirnir, sem keppa fyrir Badmintonfélag Akraness, sigruðu í U13 ára flokki í riðli sem nefndur var eftir Jonatan Christie. Andri Viðar Arnarsson og Birgir Viktor Kristinsson, sem keppa einnig fyrir ÍA, léku til úrslita í sínum riðli í U-13 ára flokki en þeir töpuðu úrslitaleiknum.
Alls tóku 96 keppendur þátt og voru 48 lið frá 6 félögum. Keppt var i eftirfarandi flokkum; U13, U15 og U17-U19, og voru riðlarnir getuskiptir.

Öll úrslit frá mótinu má finna hér: