Gleði, þokki, fegurð, bros, einlægni og mörg önnur lýsingarorð er hægt að nota um Jóladanssýninguna sem fram fór í íþróttahúsinu við Vesturgötu í dag. Dansarnir sýndu þar allt sem í þeim býr og voru fjölmargir áhorfendur mættir til þess að gleðjast með þeim. Dansarnir æfa allir í Dansstúdíói Írísar Óskar Einarsdóttur. Fjöldi þeirra sem stunda dansíþróttina á Akranesi er gríðarlegur eins og sjá má á þessum myndum.
Myndirnar eru einnig á fésbókarsíðu skagafrettir.is og þar er hægt að deila og tagga eins og vindurinn.