Bílaumboðið Askja hefur tryggt sér aðgang að lóðum í Grænum iðngörðum í Flóahverfi á Akranesi – og stefnir á mikla uppbyggingu á svæðinu.
Samningar þess efnis við Akraneskaupstað voru undirritaðir í dag.
Fyrirtækið fær aðgengi að rúmlega 14 þúsund fermetra lóð. Til samanburðar er svæðið þar sem að Akraneshöllin, knattspyrnuhús Akraness, stendur á rétt um 9000 fermetrar. Lóðin sem Askja er að tryggja sér gæti því rúmað tæplega 2 Akraneshallir.
Þar ætlar Askja að vera með aðstöðu fyrir sölu – og þjónustu fyrir fólks – og atvinnubifreiðar. Sýningarsalir, þjónustubyggingu fyrir bifreiðar ásamt almennri þjónustu við íbúa – og fyrirtæki á Akranesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Áætluð starfsemi á lóðum verður meðal annars sala- og þjónusta á fólks- og atvinnubifreiðum. Í húsnæðinu verða sýningarsalir, fullkomin þjónustubygging fyrir bifreiðar ásamt þjónustu almennri við íbúa og fyrirtæki á Vesturlandi.
Í tilkynningunni kemur fram að verkefnið muni hefjast innan nokkurra ára.
Skagamaðurinn Jón Trausti Ólafsson er forstjóri Öskju og segir hann að Akraneskaupstaður hafi lagt fram metnaðarfulla sýn á umhverfismál fyrir atvinnulíf sem hafi fallið vel að umhverfisstefnu fyrirtækisins.