Félagið Villikettir var stofnað snemma árs 2014 til að standa vörð um dýravernd fyrir villta ketti á Íslandi.
Á Akranesi er hópur sjálfboðaliða sem lætur velferð villikatta sig miklu máli skipta
Skipulags- og umhverfisráð Akraness hefur samþykkt að skjóta skjólshúsi yfir starfssemi Villikattafélag Vesturlands
Á fundi ráðsins nýverið var það samþykkt að félagið fái hluta af skúr við Garðalund til afnota.
Samningur félagsins við Akraneskaupstað um notkun á þessu húsnæði er til tveggja ára.
Félagið hefur verið með skrifstofugám frá Stálsmiðjunni til umráða en það rými er án rafmagns – og því ónothæft.
Mikið er um kisur á vergangi á Akranesi.
Frá árinu 2018 hafa sjálfboðaliðar komið að rúmlega 60 verkefnum þar sem að vergangskisur hafa fengið aðstoð frá félaginu. Á Vesturlandi öllu hafa verkefni hópsins verið um 110 frá upphafi.
Allir kettir sem koma til félagsins fara til dýralæknis og fá aðhlynningu.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að styðja við bakið á félaginu er bent á eftirfarandi:
Reikningur Villikatta Vesturlands
0133 – 26 – 005536
710314 – 1790