Krark arkitektar sóttu á dögunum um að breyta skipulagi á Dalbrautarreit fyrir fyrirtækið NH-2 sem hefur áhuga á að byggja fjölbýlishús á svæðinu.
Í breytingartillögu Krark til skipulags – og umhverfisráðs Akraness er lagt til að sameina lóðir við Stillholt 23 og Dalbraut 2 – rífa þau mannvirki sem eru þar nú þegar – og byggja 16 hæða fjölbýlishús með 70 íbúðum, auk verslunar og þjónustu á jarðhæð.
Einnig var gert ráð fyrir 2-3 hæða bílageymslu í kjallara með allt 105 bílastæðum.
Skipulags- og umhverfisráð hafnaði þessar breytingartillögu.
Ráðið leggur til að hönnun hússins verði endurskoðuð með tilliti til bæjarmyndar, nærliggjandi húsa, umhverfisgæða og grundunar með tilliti til aðliggjandi íbúðarlóða. Var skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Í húsinu við Stillholt 23 er fjölbreytt starfsemi ýmissa fyrirtækja – og má þar nefna Kaja Organic, gæludýraverslunina Dýrabæ og fleiri fyrirtæki.
Í húsunum við Dalbraut 2 hafa ýmis fyrirtæki verið með starfsemi í gegnum tíðina – nýverið hætti Blikkverk þar störfum þar sem að fyrirtækið fékk ekki endurnýjað starfsleyfi á þessu svæði.