Heilsuefling eldri íbúa á Akranesi fær áframhaldandi stuðning

Heilsueflingarverkefnið „Sprækir Skagamenn“ hófst í haust á þessu ári á Akranesi og hefur bæjarráð samþykkt að veita tæplega 11 milljónum kr. í verkefnið á árinu 2025. 

Akraneskaupstaðar og ÍA gerðu samkomulag um verkefnið „Spræka Skagamenn“ fyrr á þesu ári – en þar er heilsuefling fyrir eldri bæjarbúa rauði þráðurinn. 

Um er ræða tilraunaverkefni í samstarfi við ÍA en félagið annast allt utanumhald verkefnisins, auglýsingar, undirbúning, þjálfun, eftirfylgni og mælingar.